Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 665  —  257. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 19/2002, um póstþjónustu.

(Eftir 2. umr., 11. des.)



1. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Íslenska ríkið hefur frá 1. janúar 2003 til 1. janúar 2006 einkarétt á póstþjónustu vegna póstsendinga bréfa allt að 100 g að þyngd svo framarlega sem burðargjaldið fyrir bréfið er minna en þrisvar sinnum lægsta burðargjald sem gildir fyrir venjuleg bréf innan lands. Hið sama gildir um dreifingu innan lands á bréfum frá útlöndum innan sömu takmarkana.
    

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
     a.      Ný málsgrein, 5. mgr., bætist við, svohljóðandi:
                  Rekstrarleyfishafa er heimilt að setja sérstaka gjaldskrá fyrir þá sem afhenda mikið magn póstsendinga í einu eða fyrirtæki sem safna saman póstsendingum mismunandi viðskiptavina og afhenda rekstrarleyfishafa. Slík sérgjaldskrá skal taka mið af kostnaði sem ekki hefur þurft að leggja út í við venjulega póstþjónustu.
     b.      Við 5. mgr., sem verður 6. mgr., bætist nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Óheimilt er að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður þjónustugjöld í alþjónustu sem ekki fellur undir einkarétt nema ef sýnt hefur verið fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að verða við sérstökum alþjónustukvöðum sem hvíla á rekstrarleyfishafa.

3. gr.

    Á undan 37. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:

Meðferð kvartana.

    Rekstrarleyfishafar skulu semja reglur um meðferð kvartana frá notendum.
    Póst- og fjarskiptastofnun skal sjá til þess að reglur skv. 1. mgr. gefi kost á skjótri og sanngjarnri lausn deilumála með endurgreiðslum og/eða skaðabótum þegar þær eiga rétt á sér.

4. gr.

    Í stað orðanna „39.–41. gr.“ í 42. gr. laganna, er verður 43. gr., kemur: 40.–42. gr.

5. gr.

    Fyrirsögn XIV. kafla laganna verður: Meðferð kvartana og skaðabætur.

6. gr.

    Í stað orðanna „46. gr.“ í 1. mgr. 47. gr. laganna, er verður 48. gr., kemur: 47. gr.

7. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.
    Frá 1. janúar 2006 skulu þyngdarmörk 7. gr. laganna breytast úr 100 g í 50 g og verðmörk úr þrisvar sinnum lægsta burðargjald í 2,5 sinnum lægsta burðargjald.